Herbergin

Við bjóðum upp á 6 herbergi yfir vetrartímann og er gistirými fyrir 13-15 manns í þessum herbergjum sem eru 1-4 manna. Tvö af herbergjunum hafa sér baðherbergi með sturtu, hin fjögur herbergin deila sameiginlegu baðherbergi einnig með sturtu. Öll herbergin hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og setustofu með sjónvarpi.
 
Yfir sumartímann fjölgar herbergjunum um 4 og höfum við þá gistirými fyrir allt að 21-24 manns. Eitt af þessum fjórum herbergjum er stúdíó herbergi með sér baðherbergi, litlum eldhúskrók og sér inngangi. Hin þrjú herbergin deila hinsvegar sameiginlegu baðherbergi með sturtu, setustofu og fullbúnu eldhúsi.
 
Yfir vetrartímann er hægt að leigja alla efri hæðina og hafa stærri fjölskyldur og minni hópar nýtt sér það, hafðu sambandi og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn info@brekkusel.is
 
Yfir sumartímann er einnig hentugt fyrir fjölskyldur eða hópa sem eru að ferðast saman að leigja neðri hæðina sem eru þrjú tveggja manna herbergi.
 
 
 
Guests pay upon arrival.