Velkomin í Gistiheimilið Brekkuseli, Byggðavegi 97, Akureyri.  Við leggjum áherslu á hlýlega og heimilislega gistingu miðsvæðis á Akureyri í göngufæri frá sundlauginni, matvöruverslunum og miðbænum. Við bjóðum upp á uppbúin rúm í herbergjum með og án baðherbergis sem og svefnpokagistingu. Gistiheimilið er á tveimur hæðum.
 


Öll aðstaða er til fyrirmyndar og stendur gestum til boða aðgangur að baði og fullbúnu eldhúsi ásamt setustofu á hvorri hæð.
meira
Gistiheimilið Brekkusel er opið allan ársins hring. Við bjóðum upp á 9 herbergi en þar af eru þrjú með sér baðherbergi og sturtu. Öll herbergin eru með aðgang að vel búnu eldhúsi og sjónvarpsholi auk baðherbergis með sturtu.
 
Gestum bíðst að nota þráðlaust netsamband þeim að endurgjaldslausu.
 
 
 
 
 
Heimilisfang: Byggðavegur 97, 600 Akureyri.

Upplýsingar og pantanir: 895 1260, 461-2660
info hjá brekkusel.is
 
Guests pay upon arrival.